Sunday, December 02, 2007

Jæja, komin tími til almennilegrar færslu held ég :)

Haffi er bara komin í jólafíling skal ég segja þér! Er að nýta mér þessa yndislegu síðu Pandora sem er síða þar sem þú skráir þig inn og ferð svo bara að slá inn nöfn á tónlistarmönnum eða bara lögum sem þú fílar, stöðin leggur það sem þú slærð inn á minnið og reynir að spila meiri tónlist sem hún heldur að þú fílir ;) Ég er með tvær stöðvar, önnur er bara almennt my kind of music en hin OHOHOHHOOOOO! það er jólastöðin hans Haffa! :D "I'll be home for christmas..."

Ég var í dag að klára ritgerð, 2500 orða bleðil um Henrik Ibsen's Ghosts... ég get sagt ykkur það að ég er komin með svo sjúkt ógeð af orðinu conformity að ég fæ bara æluna upp í háls við að hugsa það!
Þetta þýðir að það er aðeins eitt verkefni enn sem stendur í vegi mínum að komast heim á elsku besta klakann minn! Þetta verkefni er sýning á senum úr Woyzeck, við eigum að nýta okkur æfingar úr tímum til að devisa atriðin og í lokin bæta textanum við... MIKLU flóknara en það hljómar!

Svo er það málið með merðina okkar... þessar elskur! Við vorum með tvo, Lubba og Smoothie. Hann Lubbi beit... þannig að við þurftum að skila honum en í staðin fengum við 4 ára mörð sem hafði núþegar verið geldur. Hann var alger kúridýr þannig að við akváðum að kalla hann Blíðfinn (eða Bóbó). Ömurlega er að við fengum tilkynningu frá leigufyrirtækinu sem við tilheyrum undir að segja okkur að við megum ekki vera með gæludýr samkvæmt samningi. Þetta er svo megamikið bull þar sem að þegar við vorum að skrifa undir samningin þá segir gellan okkur að klásan um gæludýr er það sem er kallað "unfair clause" og að við mættum vera með dýr svo lengi sem að við létum þau vita af því fyrst. Þannig að við vorum ekki búnir að vera pabbar í viku þegar við þurftum bara að skila þeim aftur, peningur í vaskinn skal ég segja þér. Núna horfi ég í tóma búrið og fæ smá sting í hjartað af söknuði.

Fyrir þá sem vilja hitta mig eitthvað í desember mega hafa það bakvið eyrað að ég mun vera að vinna stóran part af fríinu mínu á kaffitár í Lágmúlanum. Tilvalið að ef viðkomandi á leið hjá að hann/hún komi við og heilsi uppá mig :P

OH MY GOD! Kristján var að taka föt úr þurrkaranum og vafði nokkrum volgum flíkum utan um mig... ég held að húðin mín sé í alsælu!

Það er alveg tjúllað veður hérna, búið að vera sjúkt rok í allan dag og í smástund hélt ég að trén ætluðu að fara uppúr jörðinni.

anyway... komið gott :)

Ég elska ykkur!!! (you know who you are)

~Spookyo_O is jazzified!

1 comment:

Unknown said...

Vá, þú ert að blogga svo mikið að maður hefur ekki í við þig! Það er frábært. :D

Kaffitár í lágmúlanum, segiru? Ég kíki kannski til þín ef ég er einhverntímann á staðnum. :)